Stofnað árið 2013
  

Forsíða

Fréttir & viðburðir

Um félagið

felagforn144Félag fornleifafræðinga er fagfélag fornleifafræðinga á Íslandi en fullgildir meðlimir í félaginu geta aðeins orðið þeir sem lokið hafa háskólanámi í fornleifafræði. Félagið var stofnað í apríl 2013 við sameiningu Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga. FF vinnur að því að efla fornleifafræðilega umræðu á Íslandi.

Nánar um félagið

 

Fyrirlestrar & útgáfa

Hægt er að nálgast flesta fyrirlestra félagsins hér á á heimasíðu félags fornleifafræðinga. Á síðunni er hægt að nálgast flesta fyrirlestra frá árunum 2009 til 2013 með því að smella á hér að neðan: 

Skoða nánar

 

Ólafía: Rit Félags fornleifafræðinga

Ritið er nefnt eftir dr. Ólafíu Einarsdóttur dósent emeritus við Háskólann í Kaupmannahöfn en hún var fyrst Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í fornleifafræði og var sæmd heiðursdoktorsnafnbót Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þann 29. nóvember 2009. Markmiðið með útgáfu ritsins er að skapa hefð fyrir íslenskri hugtakanotkun í fornleifafræði með birtingu nýs jafnt sem þýðingu eldra efnis.