Um félagið

Félag fornleifafræðinga er fagfélag fornleifafræðinga á Íslandi. Fullgildir meðlimir í félaginu geta aðeins orðið þeir sem lokið hafa háskólanámi. Félagið var stofnað í apríl 2013 við sameiningu Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga. FF vinnur að því að efla fornleifafræðilega umræðu á Íslandi.

Hægt að sækja um aðild í félagið hér.

Aðstoð og annað

Á heimasíðunni er hægt að nálgast upplýsingar um alls kyns atriði sem tengjast fornleifum og fornleifarannsóknum.

Á þessari síðu er enn fremur hægt að lesa sér til um hvað skal gera ef fundnir eru forngripir á víðavangi. Einnig er hægt að nálgast lista yfir starfandi fornleifafræðinga og fyrirtæki sem taka að sér störf í fornleifafræði.

Fyrirlestrar og útgáfa

Hægt er að nálgast upplýsingar um væntanlega fyrirlestra félagsins hér á heimasíðunni. Á síðunni er einnig hægt að nálgast flesta fyrirlestra frá árunum 2009 til 2013. Á youtube síðu félagsins má einnig finna upptökur af flestum fyrirlestrum frá árunum 2016-2021.

Ólafía: Rit FF

Ritið er nefnt eftir dr. Ólafíu Einarsdóttur dósent emeritus við Háskólann í Kaupmannahöfn. Ólafía var fyrst Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í fornleifafræði. Hún var sæmd heiðursdoktorsnafnbót Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þann 29. nóvember 2009.

Markmiðið með útgáfu ritsins er að skapa hefð fyrir íslenskri hugtakanotkun í fornleifafræði með birtingu nýs jafnt sem þýðingu eldra efnis.