Stofnað árið 2013
  

Vorfagnaður Félags fornleifafræðinga

Kæru félagar

Í kvöld verður vorinu fagnað með veglegum veitingum, veigum og fornleifaerindi í boði Bjarna F. Einarssonar.  Fagnaðurinn  fer fram á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík og verður frá Kl. 18:00 – 22:00.

Áður en fyrirlestur og matur hefst ætlum við að skella í einn nokkurra mínútna aukaaðalfund þar sem kosið verður  í stjórn Ólafíusjóðsins, þ.e. sjóðsins sem styrkir útgáfu ritsins Ólafíu. Eini tilgangur stjórnarinnar er að úthluta fé til útgáfunnar, sem hefur verið annað hvert ár síðustu skipti. Auk þess þarf, formsins vegna, að halda aðalfund árlega og samþykkja reikninga. Í stjórnarsetu felst því mjög lítil vinna. Um er að ræða fimm embætti: formann, tvo aðalmenn og tvo meðstjórnendur. Einn stjórnarmeðlima skal einnig vera prókúruhafi fyrir sjóðinn.

Eftir aukaaðalfundinn hefst erindi Bjarna og að sjálfsögðu verða dýrindis veitingar í boðinu:

Miniborgarar
Kjúklingaspjót miðjarahafsins
Indversk lambaspjót með pikluðum perlulauk
Nauta carpaccio með klettasalati og parmesan
Djúpsteiktar risarækjur með kókos
Kryddlegnar mozzarella kúlur
kókos döðlur með chilly
vegan steikarspjót
bauna burrito með fersku salsa

Og svo auvitað veigar: hvítvín, rauðvín, bjór og gos!

Hlökkum til að sjá ykkur!