Stofnað árið 2013
  

Ritreglur Ólafíu

Byggt á ritreglum Sögu og The Journal of Archaeological Science.

-Almennt Greinar skulu sendar inn á Word formi nema um annað sé samið við ritstjóra/ritnefnd

-Greinar í Ólafíu skulu alla jafna birtar á íslensku. Ef höfundur ritar ekki íslensku skal ákveðið af ritstjóra/ritnefnd hvort og hvernig greinin verður þýdd í samráði við höfund

-Leyfilegt er að birta í Ólafíu þýðingar á greinum sem þegar hafa birtst annarsstaðar í samráði við ritstjóra/ritnefnd.

-Engar fastar reglur eru um lengd greina en hafa skal samráð við ritstjóra/ritnefnd varðandi greinar sem gætu orðið lengri en 20 bls.

-Heiti greinar, nafn höfundar, heimilisfang, símanúmer og netfang komi fram á fyrstu síðu. Einnig fylgi með upplýsingar um höfund þar sem fram komi fæðingarár hans, síðasta prófgráða og núverandi starf.

-Í hverri grein skal vera inngangur og lokaorð en annars er uppsetning millikafla frjáls.

-Þakkir skulu vera í sér kafla í lok greinar ef við á.

-Geta skal hver fjármagnaði rannsóknir ef við á.

-Með greinum skal fylgja útdráttur á íslensku og ensku 100-150 orð.

-Með greinum skal fylgja lykilorðalisti með 3-8 lykilorðum.

-Höfundar fá greinar sínar á pdf formi þegar viðkomandi hefti hefur komið út á prenti og er frjálst að dreifa þeim. Höfundar fá einnig eitt prentað eintak af því hefti sem grein þeirra er í sér að kostnaðarlausu.

Myndir, kort og fleira

-Allar myndir skulu sendar ritstjóra/ritnefnd í sér skrá í hárri upplausn TIFF or EPS format Upplausn 300dpi eða meira

-Myndir, gröf og slíkt sem gerð eru í Microsoft Word, Excel, PowerPoint eða öðrum Office forritum skulu sendar inn á því formi (þ.e. ekki breytt í TIFF eða EPS)

-Kort og teikningar skulu vera með skala og norðurör.

-Gætið samræmis í leturgerðum og stærðum á teikningum, töflum, gröfum og slíku og notið helst Arial eða Times New Roman.

-Öllum myndum, teikningum, kortum og gröfum skal fylgja myndatexti.

-Vísað skal í allar myndir, töflur, kort og teikningar í texta.

Heimildir

-Heimildaskráning skal fylgja íslenska APA-kerfinu (miðast við nýjasta hefti Gagnfræðakvers fyrir háskólanema hverju sinni).

-Æskilegt er að vísa í blaðsíðutöl.

-Beinar tilvitnanir skulu vera innan tilvitnunarmerkja („ “) ef þær eru stuttar (3–4 línur) en lengri tilvitnanir skulu vera örlítið inndregnar, með sömu leturgerð og leturstærð og megintexti og án tilvitnunarmerkja.

-Um tilvísanir í óprentaðar heimildir gildir sú almenna regla að þær séu skilmerkilegar og skráðar með samræmdum hætti.

-Titill óprentaðra heimilda er hvorki skáletraður, undirstrikaður né í gæsalöppum. Fylgt er upprunareglu, þ.e. geta fyrst skjalavörslustofnunar (t.d. Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands—Háskólabókasafn, Héraðsskjalasafn Skagafjarðar) og er hún jafnan skáletruð. Síðan er tilgreint skjalasafnið sem skjalið er hluti af (t.d. Stjórnarráð Íslands, Biskupsskjalasafn), deildir innan þess (t.d. Stjórnarráð Íslands, I. skrifstofa), einingar (t.d. bréfabók, fundargerðabók) og loks skjalið sjálft ásamt upplýsingum um tímasetningu eða númer þess sem aðgreinir það frá öðrum skjölum.

-Form tilvísunarinnar má ráða af skrám skjalasafnanna, enda þarf vísunin að kallast á við þær til að hægt sé að finna viðkomandi heimild hjá skjalavörslustofnun, og veita skjalaverðir leiðbeiningar um hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar í hverju tilviki.

Ef einhverjar spurningar koma upp varðandi ritreglurnar sendið póst á felagfornleifafraedinga@gmail.com.