Stofnað árið 2013
  

Fyrirlestur Dr. Torstein Sjövold um Ötzi 7.11.2013

Hér má nálgast hljóðskrá með upptöku af fyrirlestri Dr. Torstein Sjövold um ísmanninn Ötzi “The Tyrolean Iceman Ötzi – his life and death” sem fram fór 7. nóvember 2013 á vegum Félags fornleifafræðinga og Þjóðminjasafns Íslands.

Fyrirlestur um ísmanninn Ötzi.

[podcast title=”Fyrirlestur Dr. Torstein Sjövold um Ötzi 7.11.2013″]http://www.felagfornleifafraedinga.is/wp-content/uploads/2014/03/FyrirlesturDrTorsteinSjovoldumotzi7112013.mp3[/podcast]

 

Dr. Torstein Sjövold hélt fyrirlestur um ísmanninn Ötzi, þar sem fléttað var saman niðurstöðum ýmissa rannsókna um hann auk upplýsinga um svæðið þar sem hann fannst.

Dr. Sjövold er fæddur í Noregi og lauk grunnnámi í náttúruvísindum frá Háskólanum í Osló. Hann fór til Svíþjóðar í doktorsnám 1971 og varð prófessor í sögulegri beinafræði (historical osteology) við Stokkhólmsháskóla eftir að því var lokið árið 1978. Hann hefur stundað rannsóknir á manna- og dýrabeinum úr fornleifarannsóknum með sérstakri áherslu á aðferðafræði. Árið 1991 bauðst honum að taka þátt í rannsóknum á ísmanninum Ötzi sem hafði fundist í Týról og hefur Dr. Sjövold verið virkur þátttakandi í þeim síðan.

Á meðan á doktorsnámi hans stóð hafði hann stundað fornleifaskráningu í fjöllum Noregs í sjö sumur og hafði því einnig áhuga á þeim mismunandi leiðum sem ísmaðurinn hefði getað farið til að komast í 3210 m hæð þar sem hann fannst. Dr. Sjövold hefur heimsótt fundarstað Ötzi tíu sinnum og gengið um öll fjallaskörðin á svæðinu milli 2700 og 3200 m hæð yfir sjávarmáli.