Stofnað árið 2013
  

Fyrirlestrar og greinar

Fyrirlestraröð 2019

—————————————————————————————–

Fyrirlestraröð 2018

Hér má sjá fyrirlestraröðina 2018 í heild sinni. Fyrirlestrarnir verða í hádeginu á miðvikudögum. Allir velkomnir!

Fyrirlestraröð 2016

Hér má sjá fyrirlestraröðina í heild sinni. Um að gera að skrifa dagsetningarnar beint inn í dagbókina svo að þið missið pottþétt ekki af þessari upplýsandi fræðslu sem og upplífgandi skemmtun sem boðið er upp á í hádeginu á miðvikudögum í vetur!

fyrirlestrarröð 2016

Fyrirlestrar 2015

Natasha Mehler

Fimmtudaginn 15. desember síðastliðinn hélt fornleifafræðingurinn Natasha Mehler fyrirlestur á vegum Félags fornleifafræðinga og námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallaði um Hansasambandið og hét þeim áhugaverða titli “The archaeology of the Hanseatic League in Iceland, Shetland and Faroe.”

Fyrirlesturinn fór fram í stofu 101 í Odda og upptaka af honum og glærur er hægt að finna hér fyrir neðan.

Upptaka af fyrirlestri – Natasha Mehler

Glærur – Natasha Mehler

Fyrirlestrar 2014

Sten Tesch: “Holy stones and portable altars. Early medieval altar stones made of green porphyry, cultural and religious background and their importance for the introduction of Christianity in the Mälar region in Sweden.”

Fimmtudaginn 28. ágúst 2014 hélt fornleifafræðingurinn Sten Tesch fyrirlestur á vegum Félags fornleifafræðinga og Þjóðminjasafns Íslands um altarissteina: “Holy stones and portable altars. Early medieval altar stones made of green porphyry, cultural and religious background and their importance for the introduction of Christianity in the Mälar region in Sweden.”

Fyrirlesturinn fór fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Holy stones and portable altars – Upptaka af fyrirlestri Sten Tesch, hljóðskrá

Holy stones and portable altars – Glærur

Nánar um fyrirlesturinn 

Holy stones and portable altars.

Early medieval altar stones made of green porphyry, their cultural and religious background and their importance for the introduction of Christianity in the Mälar region, Sweden.

Summary

Red, black and green porphyry was prized by the emperors in Rome and Constantinople and later by Early Medieval monarchs. Green porphyry, known as porfido verde antico or lapis lacedemonius krokeai, was quarried in the province of Laconia in southern Greece. Small, rather thin slabs of green porphyry were used as wall decorations or as floor tiles in Roman palaces and villas and later on in churches. In the Early Middle ages, small porphyry slabs, spolia, were among with other ”marbles” scavenged from the remains of Roman buildings to be reused as altar stones, to cover the relics in both permanent and portable altars.

Eight small stones of green porphyry and one of serpentine have been found in Early Medieval layers in Sigtuna. They are likely to have been used as altar stones in portable altars. In Scandinavia the number of stones found in Sigtuna can only be compared with the similar amount of green porphyry stones encountered in Hedeby/Schleswig (and for that matter also with the number of altar-stones of green porphyry known from Iceland).

The earliest finds of green porphyry in Sigtuna date from a time when there is no archaeological or written evidence of any churches, even wooden ones, in Sigtuna and in the Mälar region as well. It is therefore suggested that Christian cult in the 11th century took place in the small halls at the far end of each townyard in Sigtuna and in the chieftains halls in the countryside. The first wooden churches were probably built c. 1060 when a diocese was established in Sigtuna. In rural areas not before the 12th century.

In my lecture I will follow the green porphyry from the quarry in Greece,  how it was used in Antiquity and how fragments of green porphyry, probably from Cologne, during the Middle Ages came to Sigtuna in Sweden, Hvammur in Nordardalur in Iceland  and other places in the Nordic region.

Tengdar greinar:

Green porphyry and portable altars:

https://www.academia.edu/2898781/Tidigmedeltida_sepulkralstenar_i_Sigtuna_-_heliga_stenar_fran_Koln_for_saval_hallkult_som_massa_i_kyrka_2007_

https://www.academia.edu/2899553/Laddade_stenar_2008_

Sigtuna and the introduction of Christianity in The Lake Mälar region, Sweden:

https://www.academia.edu/5255945/A_Lost_World_-Religious_identity_and_practice_during_the_introduction_of_Christianity_in_the_Lake_Malaren_region_2013_

 

Doktorsröð Félags fornleifafræðinga 2014

Dr. Ágústa Edwald: Frá Íslandi til Nýja Íslands.

Fyrsti fyrirlesturinn í doktorsröð Félags fornleifafræðinga var haldinn 15. apríl 2014. Þá fjallaði Dr. Ágústa Edwald um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hún varði við Háskólann í Aberdeen í júní 2012: From Iceland to New Iceland: An Archaeology of Migration, Continuity and Change in the late 19th and early 20th Centuries.

Hægt að hlusta á fyrirlesturinn í heild sinni hér en umræðum stjórnaði Dr. Þóra Pétursdóttir.

Frá Íslandi til Nýja Íslands. Hljóðskrá af fyrirlestri Dr. Ágústu Edwald frá 15.04.2014 

Frá Íslandi til Nýja Íslands. Glærur úr fyrirlestri Dr. Ágústu Edwald frá 15.04.2014

Áhugasamir geta einnig kynnt sér greinar Dr. Ágústu um sama efni í The International Journal of Historical Archaeology 2012 16(3):529-546, http://link.springer.com/article/10.1007/s10761-012-0188-8 og í Archaeologia Islandica 10.

 

Fyrirlestraröð FFÍ og FÍF vorið 2012

Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði

Fyrsta fyrirlestrakvöld 2. febrúar 2012

Hægt er að hlusta á fyrirlestrana hér. Til að hlaða fyrirlestrinum niður hægri klikkaðu á tengilinn og veldu Vista tengil sem eða Save Target As.

 

Annað fyrirlestrakvöld 9. febrúar 2012

Hægt er að hlusta á fyrirlestrana hér. Hægt er að hlusta beint á fyrirlesturinn með því að ýta á hlekkinn að ofan en hlaða honum niður með því að velja download á síðunni sem opnast, rétt ofan við play hnappinn.

Glærur úr fyrirlestrunum má nálgast hér fyrir neðan.

Seljarústir og fornleifaskráning Albína Hulda Pálsdóttir.

Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi Ásta Hermannsdóttir og Sindri Ellertsson Csillag

 

Þriðja fyrirlestrarkvöld 22. febrúar 2012

Hér má hlusta á fyrirlestra af þriðja fyrirlestrakvöldi Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga frá 22. febrúar 2012. Til að hlaða fyrirlestrinum niður hægri klikkaðu á tengilinn og veldu Vista tengil sem eða Save Target As.

Fyrirlestrarnir voru:

Guðrún Sveinbjarnadóttir – Seljalönd Reykholts
Egill Erlendsson – Seljalönd Reykholts

 

Fjórða fyrirlestrarkvöld 28. mars 2012

Fjórða fyrirlestrakvöldið verður 28. mars kl. 20 í húsnæði Fornleifaverndar ríkisins, kjallara, Suðurgötu 39.

Fyrirlestrarnir verða:

Bjarni F. Einarsson – Vogur í Höfnum: Landnámsbýli eða veiðistöð?
Kristján Mímisson – Efnismenning jaðarbyggða

 

Fyrirlestrarröð FFÍ og FÍF vorið 2011

Dreggjar dagsins: fornleifafræði hins nýliðna

 

Veturinn 2011 stóðu Félag íslenskra fornleifafræðinga og Fornleifafræðingafélags Íslands fyrir röð fyrirlestra sem eiga það sameiginlegt að falla undir svið nútímafornleifafræði (frá 19.-20. öld).

 

Verkefnið fjallar um fólksflutninga Íslendinga til Nýja Íslands í Manitobafylki í Kanada undir lok 19. aldar. Greint verður frá tveimur uppgröftum sem mynda kjarna verkefnisins og helstu niðurstöðum sem liggja fyrir. Uppgreftirnir fóru fram á bæjartóftum Hornbrekku á Höfðaströnd sumarið 2009 og á landnemabænum Víðivöllum við Íslendingafljót í Manitoba sumarið 2010. Í fyrirlestrinum verða helstu niðurstöður þessara tveggja uppgrafta dregnar saman og fjallað um hvernig fornleifafræðilegar aðferðir og kenningar geta varpað ljósi á Vesturferðirnar og þær breytingar sem urðu á íslensku samfélagi í Kanada og á Íslandi í kjölfar þeirra. 3. febrúar 2011

Í erindinu verður sagt frá yfirstandandi doktorsrannsókn á verksmiðjuminjum í Ingólfsfirði og Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum. Á 4. og 5. áratug síðustu aldar risu þar síldarbræðslur, stóriðjur þess tíma, sem möluðu eigendum sínum gull um skamman tíma. Við verksmiðjurnar byggðust upp lítil samfélög, sem þöndust út og drógust saman með dyntum síldarinnar og hurfu loks alveg með hvarfi hennar á 6. og 7 áratugnum. Minjar þessara stóriðjutíma standa þó enn og stinga nokkuð í stúf við umhverfi sitt og almennt yfirbragð þessa afskekkta byggðarlags.  Rannsóknin er hluti stærra verkefnis sem hefur að markmiði að skoða nútímaminjar í víðum skilningi, upplýsinga- og menningarlegt gildi þeirra, og afdrif í fræðilegri sem og almennri orðræðu. Ásamt því auka við minningu síldarævintýrisins, og þess óyrta í þeirri sögu, munu verksmiðjuminjarnar því einnig kynda undir kennilegar vangaveltur um nývæðingu, niðurrif, efnismenningu og gildi hennar. Verkefnið er skammt á veg komið og mun erindið aðallega snúa að þeim hugmyndum sem fyrir liggja og kynningu á stöðunum tveimur sem rannsóknin beinist að. 10. mars 2011

Mikill vöxtur hefur verið í fornleifaskráningu á Íslandi á undanförnum árum þó einkum á dreifbýlum svæðum í landinu. Þegar er litið til stöðu þessara mála í þéttbýli er nokkuð annað upp á teningnum. Yfirsýn minjaverndaryfirvalda yfir fornleifar á slíkum stöðum oft á tíðum ærið takmörkuð af ýmsum orsökum. Meðal annars henta hefðbundnar aðferðir fornleifaskráningar illa við skráningu minja í þéttbýli þar sem þær hafa einkum þróast út frá aðstæðum í dreifbýli þar sem sýnileiki minja er mun meiri enn á þéttbýlistöðu og aðgengi að heimildamönnum umtalsvert betra.
Í erindinu verður greint frá skráningu sem gerð var á gömlum bæjarstæðum í Reykjavík í þeim tilgangi að prófa aðferðir sem talið var að gætu hentað betur aðstæðum í þéttbýli en hefðbundnar skráningaraðferðir. Grundvallarhugmyndin á bak við aðferðafræðina er sú að þótt erfitt sé að staðsetja einstakar fornleifar í þéttbýli þá sé samt sem áður hægt að áætla umfang þeirrar minjaheildar sem þær tilheyra og þannig skilgreina hættusvæði þar sem líkur eru á að minjar geti leynst í jörðu. Byggir það m.a á reynslu af fornleifaskráningu í dreifbýli sem hefur sýnt að flestar minjar er að finna í næsta nágrenni bæjarstæða, þ.e í gömlu heimatúnunum og því var talið að með því að skilgreina tún, utanum bæjarstæði Reykjavíkur, væri hægt að ná utanum stórt hlutfall landbúnaðarminja í borgarlandinu.  Einnig var reynt að leggja mat á ástand bæjarstæðanna út frá þeirri röskun sem sýnileg er á yfirborði eða þekkt er úr heimildum og verður jafnframt greint frá niðurstöðum þeirrar úttektar.14. apríl 2011

Archaeology of the recent past in the North Atlantic: problems and potentials. The talk will give a brief overview of the state of later historical archaeology in the North Atlantic, looking at what research has been conducted in Norway, Shetlands, Faroes, Greenland and Atlantic Canada, comparing it to the state of research in Iceland. Some general themes will be drawn out as, in particular it will be argued that research in this area can be used to contest and re-think some of the dominant tropes which have dictated the archaeology of the modern period, specifically, modernity itself. The presentation will aim to be brief, giving more time for discussion and the chance to reflect generally on the problems and potential of later historical archaeology in Iceland. 19. maí 2011.

 

Fyrirlestrar frá 20 ára afmælisráðstefnu Félags íslenskra fornleifafræðinga

Haldið var upp á 20 ára afmæli Félags íslenskra fornleifafræðinga 6. október 2012 með ráðstefnu í Þjóðminjasafni Íslands. Þar var velt upp ýmsum flötum á fræðigreininni og þróun hennar síðustu 20 árin. Ráðstefnan var haldin  í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifavernd ríkisins.

Fyrirlestrar af aðalfundum Félags íslenskra fornleifafræðinga

Heiðin tákn. “Í erindinu verður fjallað um táknrænar hliðar heiðins greftrunarsiðar. Kunnugt er að margvíslegt haugfé, svo sem vopn og áhöld, hestar og bátar, sé talið hafa táknræna merkingu og standa fyrir tiltekin atriði úr heimsmynd norænna manna, t.a.m. um dauðann sem ferðalag til handanheims, átök í Valhöll og fleira. Hafa þessar skoðanir m.a. byggst á Eddukvæðum og öðrum rituðum heimildum. Verður farið yfir nokkrar nýlegar hugmyndir fornleifafræðinga á Norðurlöndum um fornleifafræðilegan vitnisburð um heiðin tákn og efniviður úr íslenskum rannsóknum skoðaður í því ljósi.”

The talk discusses the findings of the Mosfell Archaeological Project and concentrates on the recent excavation of the Viking Age hall of the Mosfell chieftains at Hrísbrú. The Mosfell excavation is an interdisciplinary research project employing the tools of history, archaeology, anthropology, forensics, environmental sciences, and saga studies. Mosfellsdalur, the surrounding highlands, and the lowland coastal areas are a valley system. MAP’s research at Hrísbrú has led to the discovery of a Viking chieftain’s farmstead that includes a longhouse, a cremation grave, a conversion-era church, and a Christian graveyard that provides evidence of health, inter-personal violence, and an intermixed pagan and Christian ritual practice. Post-excavation research in wide-ranging disciplines from genetics to geochemistry is ongoing ahead of the upcoming monograph publications. In the low highlands, we are examining large stone settings in the shape of ships. At the coastline, a Viking Age port fueled the wealth of the local chieftain and connected the valley community to the wider Viking world. Together, this assemblage of sites, all within a single valley, comprises a dynamic political, religious, and economic landscape.

 

Aðrir fyrirlestrar

 

Archaeology Graduate Seminar Series

Nú má nálgast upptöku af fyrirlestri Oscars Aldred, doktorsnema við Háskóla Íslands og rannsakandi hjá Fornleifastofnun Íslands: “The archaeology of an operational chain: connecting sheep, farmers, earmarks and sorting folds.”

Hægt er að hlusta beint á fyrirlesturinn með því að ýta á hlekkinn að ofan en hlaða honum niður með því að velja download á síðunni sem opnast, rétt ofan við play hnappinn.

Fyrirlesturinn var hluti af Archaeology Graduate Seminar Series og var fluttur fimmtudaginn 23. febrúar 2012 í Háskóla Íslands. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar og umsjónarmanna Archaeology Graduate Seminar Series, Jance Mitchell og Nikola Trbojevic.