Stofnað árið 2013
  

Bréf til Forsætisráðuneytisins vegna hugsanlegrar sameiningar Þjóðminjasafns og Minjastofnunnar Íslands

Nýverið hafa fornleifafræðingum borist það til eyrna að Forsætisráðuneytið íhugi að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun Íslands undir eina stofnun. Stjórn Félags fornleifafræðinga ákvað að senda Forsætisráðuneytinu bréf til að fá fleiri upplýsingar um málið. Hér er bréfið sem sent var í nafni félagsins:

Heil og sæl,

nú hefur Félagi fornleifafræðinga borist til eyrna að það eigi að sameina Minjastofnun Íslands við Þjóðminjasafn Íslands. Það eru töluverðar áhyggjur varðandi þetta hjá starfandi fornleifafræðingum á Íslandi.
Þar sem þetta er okkur hagsmunamál óskum við eftir því að fá nánari útskýringar á sameiningunni. Hvort og hvenær þetta verði að veruleika og einnig hvernig skipulagi stjórnsýslu verði háttað í framhaldi? Getum við fengið send einhver gögn sem gætu mögulega svarað þessum spurningum? Auk þessa óskum við eftir fundi með hópnum sem stýrir þessu verkefni.
Með kveðju,
stjórn Félags fornleifafræðinga

Við vonum að við fáum svör sem fyrst og látum félaga okkar að sjálfsögðu vita um þróun mála.