Stofnað árið 2013
  

Bjórkvöld 14. október

Kæru félagar!

Föstudaginn 14. október næstkomandi ætlum við að hefja haust- og vetrarstarfið með því að bjóða á bjórkvöld með fræðilegu ívafi.

Kvöldið hefst með fyrirlestri Völu Garðarsdóttur og þar ætlar hún að segja stuttlega frá rannsókn sinni á Landssímareitnum og ber fyrirlesturinn heitið ‘Undir heitu malbiki. Fornleifarannsókn á Landssímareitnum, frásagnir úr nútíð og fortíð’. Það verða að sjálfsögðu veitingar í boðinu, bjór, rauðvín, hvítvín og flatbökur á línuna.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 18:00 í stofu 101 á Háskólatorgi og þegar líður á kvöldið ætlum við að skunda yfir á Stúdentakjallarann þar sem hægt verður að halda áfram að spjalla og njóta. Á Stúdentakjallaranum verður bjór í boði félagsins fyrir þyrsta félaga, enda er um bjórkvöld að ræða og því má ekki skorta bjór!

Vonumst til þess að sjá sem flesta

-Stjórn Félags fornlefafræðinga