Stofnað árið 2013
  

Lísabet Guðmundsdóttir

Fyrirlestur Dr. Torstein Sjövold um Ötzi 7.11.2013

Hér má nálgast hljóðskrá með upptöku af fyrirlestri Dr. Torstein Sjövold um ísmanninn Ötzi “The Tyrolean Iceman Ötzi – his life and death” sem fram fór 7. nóvember 2013 á vegum Félags fornleifafræðinga og Þjóðminjasafns Íslands.

Fyrirlestur um ísmanninn Ötzi.

[podcast title=”Fyrirlestur Dr. Torstein Sjövold um Ötzi 7.11.2013″]http://www.felagfornleifafraedinga.is/wp-content/uploads/2014/03/FyrirlesturDrTorsteinSjovoldumotzi7112013.mp3[/podcast]

 

Dr. Torstein Sjövold hélt fyrirlestur um ísmanninn Ötzi, þar sem fléttað var saman niðurstöðum ýmissa rannsókna um hann auk upplýsinga um svæðið þar sem hann fannst.

Dr. Sjövold er fæddur í Noregi og lauk grunnnámi í náttúruvísindum frá Háskólanum í Osló. Hann fór til Svíþjóðar í doktorsnám 1971 og varð prófessor í sögulegri beinafræði (historical osteology) við Stokkhólmsháskóla eftir að því var lokið árið 1978. Hann hefur stundað rannsóknir á manna- og dýrabeinum úr fornleifarannsóknum með sérstakri áherslu á aðferðafræði. Árið 1991 bauðst honum að taka þátt í rannsóknum á ísmanninum Ötzi sem hafði fundist í Týról og hefur Dr. Sjövold verið virkur þátttakandi í þeim síðan.

Á meðan á doktorsnámi hans stóð hafði hann stundað fornleifaskráningu í fjöllum Noregs í sjö sumur og hafði því einnig áhuga á þeim mismunandi leiðum sem ísmaðurinn hefði getað farið til að komast í 3210 m hæð þar sem hann fannst. Dr. Sjövold hefur heimsótt fundarstað Ötzi tíu sinnum og gengið um öll fjallaskörðin á svæðinu milli 2700 og 3200 m hæð yfir sjávarmáli.

Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands: Exploring nationalism in archaeology in Iceland

Næstkomandi þriðjudag, þann 24. september, mun Angelos Parigoris flytja erindið „Exploring nationalism and archaeology in Iceland“ í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Hvað eru þjóðminjar?“
Í lýsingu á erindinu segir:

The assertion that archaeology is a value-free neutral social science has long been abandoned. Within this framework, much academic research has concentrated on archaeology as a form of cultural production that has its origins in the politics of nationalism, colonialism and imperialism. In Iceland, the discipline’s relation to the strings of power is only partly understood and has not been extensively studied and researched. As proliferation is given to the teaching of the subtleties and practicalities of the discipline, a general unawareness exists as far as the significance of the archaeologist’s work to the political systems is concerned. This presentation intends to explore some of the key aspects of the intricate relationship of Icelandic archaeology with nationalism.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og hefst stundvíslega klukkan 12.05.

Hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands

Síðastliðinn þriðjudag hófst hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands.  Hádegisfyrirlestraröð haustannarinn eru tileinkuð spurningunni: Hvað eru þjóðminjar og reið Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður á vaðið. Upptöku af fyrirlestrinum má nálgast hér