Stofnað árið 2013
  

Lilja Laufey Davíðsdóttir

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði

 

Kevin Martin ætlar að flytja fyrir okkur annan fyrirlesturinn í þessar skemmtilegu fyrirlestrarröð sem fer fram á vorönn 2016. Það var frábært að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta síðasta miðvikudag og vonum við að allir geti einnig flykkst í sal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, 26. janúar til að hlusta á þennan áhugaverða fyrirlestur um fornleifafræði hinnar dönsku einokunnarverslun á Íslandi. Kevin Martin - auglýsing

Ferðastyrkur Letterstedtska sjóðsins

Ertu að stefna á vinnuferð til norrænu landanna eða jafnvel Eystrasaltsríkjanna? Þá er um að gera að nýta sér þennan frábæra ferðastyrk Lettarstedtska sjóðsins. Þeir sem koma til greina sem umsækjendur er allir sem lokið hafa námi og hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á starfssviði sínu, svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðastofnun eða með þátttöku í fundum eða ráðstefnum.

Frekari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferlið er að finna á heimasíðu Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins.