Stofnað árið 2013
  

Lilja Laufey Davíðsdóttir

Afmælisþing til heiðurs Guðrúnu Sveinbjarnardóttur

Í tilefni af sjötugsafmæli Guðrúnar Sveinbjarnardóttur fornleifafræðings gangast Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn íslands fyrir málþingi til heiðurs henni þann 25. nóvember frá 15-17, á Þjóðminjasafninu

Dagskrá:

  • 15.00-15.10 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður býður gesti velkomna
  • 15.10-15.30 Helgi Þorláksson: Hversu þverfaglegur geturðu verið?
  • 15.40-16.00 Gavin Lucas: A potted history of Iceland
  • 16.10-16.30 Guðmundur Ólafsson: Bessastaðarannsóknir á tímamótum
  • 16.40-17.00 Orri Vésteinsson: Fram í heiðanna ró – eyðibýlin í íslenskri fornleifafræði
  • 17.00-17.05 Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu. Kveðja frá Snorrastofu

Að loknu málþingi verður móttaka í boði Þjóðminjasafns Íslands í Myndasalnum.

Í tilefni dagsins verða nýútkomnar bækur á tilboði í safnbúð Þjóðminjasafns.

Aðalfundur Félags fornleifafræðinga – 9. nóvember

Kæru félagar

Boðað er til aðalfundar Félags fornleifafræðinga fimmtudaginn 9. nóvember 2017. Fundurinn verður  kl. 18:00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Boðið verður upp á veglegar veigar og veitingar frá Veisluspjótum fyrir fundagesti á meðan á fundinum stendur. Eftir fundarhöldin munu Howell Roberts, Hildur Gestsdóttir og Guðrún Alda Gísladóttir vera með erindi um kumlarannsóknirnar á Dysnesi í Eyjafrði sem fóru fram í sumar.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra
2. Nýir félagar samþykktir
3. Skýrsla liðins árs
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og Ólafíu, rit félagsins.
5. Kosning í stjórn í eftirfarandi embætti: varaformaður, gjaldkeri, meðstjórnandi og einn varamaður.
6. Ákvörðun félagsgjalda
7. Tillögur að lagabreytingum
8. Ritstjóri og ritnefnd Ólafíu kosin
9. Önnur mál
a) Úttekt málaflokksins hjá Ríkisendurskoðun

Við hvetjum félagsmenn til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu en setið er í stjórn 2 ár í senn. Embætti sem eru laus til kosningar á aðalfundinum eru eins og áður sagði: Varaformaður, gjaldkeri, meðstjórnandi og varamaður. Ljóst er að núverandi gjaldkeri ætlar ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi setu.

Matseðill kvöldsins:

Miniborgarar
Kjúklingaspjót miðjarahafsins
Súrsætir grísapinnar
Indversk lambaspjót með pikluðum perlulauk
Parmaskinka með melónu og parmesan
Nauta carpaccio með klettasalati og parmesan
Djúpsteiktar risarækjur með kókos
Kryddlegnar mozzarella kúlur

+ 2 Vegan/grænmetisréttir

Bjór, vín, sódavatn og kók

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Vorfagnaður Félags fornleifafræðinga

Kæru félagar

Í kvöld verður vorinu fagnað með veglegum veitingum, veigum og fornleifaerindi í boði Bjarna F. Einarssonar.  Fagnaðurinn  fer fram á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík og verður frá Kl. 18:00 – 22:00.

Áður en fyrirlestur og matur hefst ætlum við að skella í einn nokkurra mínútna aukaaðalfund þar sem kosið verður  í stjórn Ólafíusjóðsins, þ.e. sjóðsins sem styrkir útgáfu ritsins Ólafíu. Eini tilgangur stjórnarinnar er að úthluta fé til útgáfunnar, sem hefur verið annað hvert ár síðustu skipti. Auk þess þarf, formsins vegna, að halda aðalfund árlega og samþykkja reikninga. Í stjórnarsetu felst því mjög lítil vinna. Um er að ræða fimm embætti: formann, tvo aðalmenn og tvo meðstjórnendur. Einn stjórnarmeðlima skal einnig vera prókúruhafi fyrir sjóðinn.

Eftir aukaaðalfundinn hefst erindi Bjarna og að sjálfsögðu verða dýrindis veitingar í boðinu:

Miniborgarar
Kjúklingaspjót miðjarahafsins
Indversk lambaspjót með pikluðum perlulauk
Nauta carpaccio með klettasalati og parmesan
Djúpsteiktar risarækjur með kókos
Kryddlegnar mozzarella kúlur
kókos döðlur með chilly
vegan steikarspjót
bauna burrito með fersku salsa

Og svo auvitað veigar: hvítvín, rauðvín, bjór og gos!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Sólrún Inga – Fornar rætur Árbæjar

Á miðvikudaginn er það hún Sólrún Inga Traustadóttir sem ætlar að segja okkur frá rannsókn sinni á Fornum rótum Árbæjar. Án efa afar spennandi fyrirlestur sem gefur okkur nýja sýn á þetta núverandi úthverfi Reykjavíkurborgar. Allir velkomnir!