Stofnað árið 2013
  

Aðalfundur Félags fornleifafræðinga – 9. nóvember

Kæru félagar

Boðað er til aðalfundar Félags fornleifafræðinga fimmtudaginn 9. nóvember 2017. Fundurinn verður  kl. 18:00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Boðið verður upp á veglegar veigar og veitingar frá Veisluspjótum fyrir fundagesti á meðan á fundinum stendur. Eftir fundarhöldin munu Howell Roberts, Hildur Gestsdóttir og Guðrún Alda Gísladóttir vera með erindi um kumlarannsóknirnar á Dysnesi í Eyjafrði sem fóru fram í sumar.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra
2. Nýir félagar samþykktir
3. Skýrsla liðins árs
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og Ólafíu, rit félagsins.
5. Kosning í stjórn í eftirfarandi embætti: varaformaður, gjaldkeri, meðstjórnandi og einn varamaður.
6. Ákvörðun félagsgjalda
7. Tillögur að lagabreytingum
8. Ritstjóri og ritnefnd Ólafíu kosin
9. Önnur mál
a) Úttekt málaflokksins hjá Ríkisendurskoðun

Við hvetjum félagsmenn til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu en setið er í stjórn 2 ár í senn. Embætti sem eru laus til kosningar á aðalfundinum eru eins og áður sagði: Varaformaður, gjaldkeri, meðstjórnandi og varamaður. Ljóst er að núverandi gjaldkeri ætlar ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi setu.

Matseðill kvöldsins:

Miniborgarar
Kjúklingaspjót miðjarahafsins
Súrsætir grísapinnar
Indversk lambaspjót með pikluðum perlulauk
Parmaskinka með melónu og parmesan
Nauta carpaccio með klettasalati og parmesan
Djúpsteiktar risarækjur með kókos
Kryddlegnar mozzarella kúlur

+ 2 Vegan/grænmetisréttir

Bjór, vín, sódavatn og kók

 

Hlökkum til að sjá ykkur!